154. löggjafarþing — 104. fundur,  30. apr. 2024.

tekjuskattur.

918. mál
[15:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. En við í efnahags- og viðskiptanefnd höfum sannarlega fengið athugasemdir frá lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum öðrum um það að ef einstaklingur velur að greiða ekki vaxtastuðninginn beint inn á höfuðstólinn heldur með jöfnum greiðslum til afborgunar þá sé flækjustigið svo mikið að þau sjái bara ekki alveg hvernig eigi tæknilega að gera það. Ég vil því spyrja hv. þingmann: Telur hún að sú staða gæti komið upp að þeir sem eiga rétt á vaxtastuðningnum fái hann ekki vegna þess að tækniflækjurnar við innborgun á afborganir séu of miklar, að flækjustigið sé of mikið?